Minningarnar lifa í ljósmyndunum

Aníta myndaði Kristján og Leif á brúðkaupsdaginn.
Aníta myndaði Kristján og Leif á brúðkaupsdaginn. Aníta Eldjárn

„Já, fólk er alltaf að átta sig meira og meira á hvað ljósmyndir eru dýrmætar – minningarnar lifa þar,“ segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn, aðspurð hvort hún verði vör við að flest pör fái ljósmyndara til að mynda fyrir sig á brúðkaupsdaginn. Aníta hefur sjálf dálæti á því að mynda brúðkaup, sérstaklega þegar hún fær að verja öllum deginum með brúðhjónunum. 

Ljósmyndari er mikilvægur á stóra daginn að mati Anítu en hún segir brúðkaupsgesti líka yfirleitt leggja sitt af mörkum þegar kemur að ljósmyndum. „Það eru allir með símann á lofti en þær myndir eiga það þó til að verða lélegri eftir því sem líður á kvöldið. Þá er mikill plús að ljósmyndarinn sé alla jafna edrú í veislunni,“ segir Aníta og hlær.

Aníta segir brúðhjón geta valið sér mismunandi ljósmyndapakka fyrir stóra daginn. „Þau velja hvort þau ætla að láta mynda athöfnina eingöngu, allan daginn, veisluna eða að fá bara uppstillta myndatöku. Skemmtilegast finnst mér að vera með þeim allan daginn, frá morgni til kvölds, og fá að kynnast þeim. Þá nær maður myndum sem maður næði aldrei í uppstilltri myndatöku.“ Aníta kveðst spjalla við parið áður en brúðkaupsdagurinn rennur upp, þá fær hún ýmis atriði á hreint. „Þá útskýrir parið fyrir mér hver er hver. Það er vont að ruglast á föður brúðarinnar og þjóni, til dæmis.“

Aníta, sem lærði ljósmyndun í Noregi í Norsk Fotofagskole, á margar skemmtilegar minningar frá því að hafa myndað brúðkaup. „Uppáhalds-brúðkaupsmyndatakan mín, ætli það sé ekki þegar æskuvinkona mín gifti sig. Þá var ég með í partíinu og allur vinahópurinn á staðnum. Í það skipti var ljósmyndarinn reyndar ekki edrú. En það fyndnasta sem ég hef upplifað í brúðkaupsmyndatöku, það hlýtur að vera þegar ég var að mynda fyrir fólk sem ég hafði aldrei hitt fyrr og veislustjórinn í brúðkaupinu datt í það í fyrsta sinn í 10 ár og sofnaði ofan í súpuskálina. Og já, ég fann aldrei móður brúðarinnar þannig að á myndunum var eins og hún hefði ekki mætt.“

Nær að fylgjast vel með brúðkaupstískunni

Aníta hefur verið viðstödd mörg brúðkaup vegna vinnunnar og nær því að fylgjast vel með þeim tískustraumum sem eru í gangi hverju sinni. Hún tekur eftir ákveðnum 70‘s-straumum þessa stundina. „Núna finnst mér vera að koma inn svona 70's-blúndukjólar og stelpur eru að leita að kjólunum sínum í „vintage“-búðum í auknum mæli. Mér finnst bóhem-stíll vera áberandi í veislunum. Svona „áreynslulaus“ pæling, náttúruleg förðun og náttúrulegar krullur í hári – slegið hár, frekar en uppsettar hárgreiðslur. Allt er að verða náttúrulega, sem er mjög jákvæð þróun,“ útskýrir Aníta. Hún tekur þá eftir að fólk leiti hugmynda á netinu í auknum mæli. „Fólk fær margar góðar og fallegar hugmyndir af Pintrest til dæmis.“

Áhugasamir geta kynnt sér ljósmyndir Anítu á vef hennar, www.anitaeldjarn.com.

Aníta Eldjárn tekur að sér brúðkaupsmyndatökur.
Aníta Eldjárn tekur að sér brúðkaupsmyndatökur.
Aníta nær að grípa stemmninguna svo vel.
Aníta nær að grípa stemmninguna svo vel. Aníta Eldjárn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál