Klæddist 12.000 króna kápu

Rauða kápan hennar Kötu vakti stormandi lukku.
Rauða kápan hennar Kötu vakti stormandi lukku. Skjáskot Self.com

Klæðaburður Katrínar, hertogaynjunnar af Cambridge, vekur jafnan mikla eftirtekt enda telja margir hana vera eina af best klæddu konum heims. Hertogaynjan er dugleg að blanda saman nýjum og gömlum munum, auk þess sem hún er óhrædd við að klæðast ódýrari munum í bland við fokdýra hátísku.

Á dögunum fagnaði hertogaynjan 90 ára afmæli drottningarinnar, og klæddist í tilefni þess forláta kápu. Kápan var hin glæsilegasta, en hún kemur frá tískuhúsinu Zara og kostar rúmar 12.000 krónur. Líkt og fram kemur í frétt SELF seldist kápan fljótlega upp, enda margir sem kunna að meta klæðaburð Katrínar.

Þótt hertogaynjan hafi kosið að spreða ekki um of í yfirhöfnina er ekki sömu sögu að segja um kjólinn sem hún klæddist undir kápunni. Hvíti blúndukjóllinn er nefnilega úr smiðju Dolce og Gabbana og kostar rúmlega 740 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál