Eru bólurnar það sem koma skal?

Fatnaður fyrirsætanna var með sérkennilegasta móti.
Fatnaður fyrirsætanna var með sérkennilegasta móti. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Heldur sérstæð tískusýning fór fram á dögunum, þar sem náttúrulegt útlit fyrirsætanna var í fyrirrúmi. Sýningin var liður í herrafatavikunni í Mílanó, en um sumarlínu Moto Guo var að ræða.

Fatahönnuðurinn, sem á ættir að rekja til Malasíu, telur augljóslega að graftarbólur og nabbar séu sérlegt augnayndi enda voru graftarkýli og unglingabólur áberandi á sýningunni.

Fötin voru auk þess með skrautlegasta móti, en þau minntu nokkuð á barna- eða dúkkuföt frá Viktoríutímabilinu.

Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvort tískubylgja muni rata af pöllunum og verða ríkjandi meðal tískumeðvitaðra einstaklinga á næstunni.

Fleiri myndir má sjá á vef Daily Mail.

Það er líklega ofsögum sagt að gleðin hafi skinið úr …
Það er líklega ofsögum sagt að gleðin hafi skinið úr andlitum fyrirsætanna. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Hver veit nema þessi múndering eigi eftir að gera góða …
Hver veit nema þessi múndering eigi eftir að gera góða hluti á næstu mánuðum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál