Sextug sundfatafyrirsæta hjá H&M

Gillian McLeod er nýjasta sundfatamódel sænska tískurisans H&M.
Gillian McLeod er nýjasta sundfatamódel sænska tískurisans H&M. Ljósmynd / skjáskot Instagram H&M

Gillian McLeod er nýjasta fyrirsæta sænska tískurisans H&M, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún er sextug. McLeod er því elsta sundfatafyrirsætan sem tískuhúsið hefur ráðið til starfa.

McLeod starfaði áður sem stílisti, en segja má að ferill hennar hafi hafist fyrir algera tilviljun þegar ljósmyndari sem hún starfaði hjá var ekki ánægður með myndatöku sem þau unnu að. Til að gera langa sögu stutta lét fyrirsætan sig hverfa, og einhver fékk þá frábæru hugmynd að McLeod gæti fyllt í skarðið.

„Módelstörf voru taugatrekkjandi til að byrja með,“ sagði McLeod í samtali við H&M Magazine. „Ég þjáðist af hræðilegum unglingabólum þegar ég var að vaxa úr grasi og var alltaf mjög feimin. Sjálfstraustið óx þó með árunum, en á síðasta ári tók ég þátt í tveimur frábærum auglýsingaherferðum.“

Fyrirsætustörfin hafa breytt lífi McLeod töluvert til hins betra eins og hún segir sjálf frá.

„Ég get ekki sagt ykkur hversu mikið fyrirsætustörfin hafa breytt lífi mínu, ég er bara svo miklu ánægðari í eigin skinni. Ég hef alltaf verið í nokkuð góðu formi, en núna legg ég þó meira á mig. Ég er stolt af því að nota ekki bótox, en mér þykir slíkt útlit svo þvingað og skringilegt. Ég er ánægð með sjálfa mig eins og ég er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál