Rýnt í klæðaburð Elizu

Eliza Reid í kjól eftir Berglindi Ómarsdóttur.
Eliza Reid í kjól eftir Berglindi Ómarsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eliza Reid, eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, var mikið í íslenskri hönnun á meðan á kosningabaráttunni stóð. 

Á kosningavöku þeirra hjónanna á Grand Hótel klæddist hún kjól eftir Berglindi Ómarsdóttur sem nýlega útskrifaðist sem kjólameistari. Berglind hélt á dögunum glæsilega tískusýningu á ODDSSON þar sem hún sýndi nýjustu afurðir sínar. Líklegt er að hún eigi eftir að sjást meira í kjólum eftir Berglindi á næstunni enda fara þeir henni vel og hafa vandað og lekkert yfirbragð.

Berglind heillaði upp úr skónum

Eliza Reid í kjól frá Hildi Yeoman.
Eliza Reid í kjól frá Hildi Yeoman. mbl.is/Árni Sæberg

Í gær klæddist Eliza í kjól frá Hildi Yeoman þegar fólk flykktist að heimili þeirra að Seltjarnarnesi til að fagna sigrinum í forsetakosningunum. Kjóllinn sem Eliza klæddist heitir The violet dress eða fjólukjóllinn. Hann er úr nýjustu línu Hildar Yeoman sem hefur meira en slegið í gegn. Tískuskvísur landsins slást um þessa kjóla og svo hafa þeir einnig verið að trenda erlendis. Á dögunum hélt Hildur Yeoman sýningu í Læknaminjasafninu á Seltjarnarnesi.  Katie Lee í kjól frá Hildi 

Á dögunum var hann á forsíðu tímaritsins Footwear Plus í Bandaríkjunum en Edda Guðmundsdóttir sá um að stílisera forsíðuna og koma íslenskri hönnun á framfæri. 

Hér er kljóllinn á forsíðu Footwear plus. Edda Guðmundsdóttir stíliseraði …
Hér er kljóllinn á forsíðu Footwear plus. Edda Guðmundsdóttir stíliseraði forsíðuna.
Hér sést kjóllinn betur.
Hér sést kjóllinn betur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál