Kjóll Katrínar sagður „ögrandi“

Kjóllinn sem Katrín klæddist í gær fæst líka í svörtu, …
Kjóllinn sem Katrín klæddist í gær fæst líka í svörtu, hann er úr smiðju hönnuðarins Barböru Casasola. AFP/www.farfetch.com

Katrín hertogaynja klæddist hvítum kjól frá merkinu Barböru Casasola þegar hún afhenti verðlaun í Natural History Museum-safninu í London í gær. Blaðamaður Mail Online kallaði kjólinn „ögrandi“ í grein sinni en kjóllinn er þannig í sniðinu að axlirnar eru berar.

Katrín er greinilega með puttana á tískupúlsinum því skyrtur og kjólar með þessu sniði, þar sem axlirnar eru berar, eru í tísku þessa stundina. Hún tók sig vel út í kjólnum sem kostar í kringum 250 þúsund krónur. Hún klæddist þá ljósum skóm úr rúskinni við kjólinn.

Auðvitað er kjóllinn nú uppseldur eins og flestallt sem Katrín klæðist en fatalínu Barböru Casasola er hægt að kaupa á vefnum Farfetched.

Katrín kann svo sannarlega að klæða sig.
Katrín kann svo sannarlega að klæða sig. AFP
Einhverjir hafa kallað kjólinn „ögrandi“.
Einhverjir hafa kallað kjólinn „ögrandi“. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál