Ásakar Zara um að hafa stolið hönnun sinni

Hér má sjá myndina sem Tuesday Bassen birti af verkum …
Hér má sjá myndina sem Tuesday Bassen birti af verkum sínum og síðan Zöru. Ljósmynd/Twitter @tuesdaybassen

Listakonan Tuesday Bassen hefur ásakað spænska tískurisann Zara um að hafa stolið hönnun sinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækið er sakað um slíkan þjófnað. Svo virðist sem stóru hönnunarhúsin kippi sér lítið upp við eftirlíkingarnar en þetta getur verið hvimleitt fyrir litla hönnuði.

Bassen, sem hefur hannað fyrir Nike og Adidas, deildi innleggi á Twitter-síðu sinni þar sem hún vakti athygli á málinu og birti myndir af hönnun sinni við hliðina á hönnun Zara. Í kjölfar innleggsins komu margir aðrir sjálfstæðir hönnuðir fram sem höfðu lent í því sama og Bassen.

Á vef Cosmopolitan kemur fram að talskona fyrirtækisins Inditex, sem er móðurfyrirtæki Zara, hafi sagt í viðtali við Buzzfeed News að öll mál sem þetta væru litin alvarlegum augum hjá fyrirtækinu.

„Eftir ásökunina voru umræddar flíkur strax teknar úr sölu og rannsókn á málinu hafin. Hjá Inditex starfa um 600 hönnuðir sem skapa meira en 50.000 flíkur á ári. Við berum mikla virðingu fyrir hönnun fólks og þetta mál verður rannsakað til hlítar.“




Zara rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind.
Zara rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind. Mynd/Zara
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál