Hvetur konur til að klæðast því sem þær vilja

Bandaríski tískubloggarinn Simone Mariposa er orðin þreytt á því að …
Bandaríski tískubloggarinn Simone Mariposa er orðin þreytt á því að heyra hverju hún má klæðast og hverju ekki vegna líkamsvaxtar síns. Ljósmynd/Twitter @SimoneMariposa

Bandaríski tískubloggarinn Simone Mariposa er orðin þreytt á því að heyra hverju hún eigi að klæðast og hverju ekki vegna líkamsvaxtar síns. Hún ákvað því á dögunum að byrja með myllumerkið #WeWearWhatWeWant á Twitter til þess að hvetja konur í öllum stærðum að klæðast því sem þær vilja og auka sjálfstraust þeirra. 

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa konur hvaðanæva verið duglegar að birta af sér myndir á Twitter með myllumerkinu.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Ljósmynd/Twitter @GraceFVictory

Samkvæmt vef Cosmopolitan var upphafið að öllu frásagnir fólks sem klæðir sig svo það þóknist skoðunum annarra. Mariposa fékk nóg og ákvað að byrja með myllumerkið. „Ég hef sjálf fundið mikið fyrir þessu. Ég var hætt að vera berleggja og með berar hendur og hræddist föt sem sýndu magann,“ sagði Mariposa.

Nú hefur hún hætt að hlusta á þessar raddir og klæðist því sem að henni þóknast. Hún vonar að myllumerkið leiði til breytinga á því hvernig horft er á konur í yfirstærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál