Svona kemur þú þér í uppáhaldsbuxurnar aftur

Það getur verið afar svekkjandi að komast ekki í uppáhaldsgallabuxurnar.
Það getur verið afar svekkjandi að komast ekki í uppáhaldsgallabuxurnar. Ljósmynd/Getty Images

Hver kannast ekki við þá sælutilfinningu að finna loksins fullkomnu gallabuxurnar? Það er því ekkert meira svekkjandi en þegar buxurnar verða annaðhvort of litlar í þvotti eða stækka óhóflega mikið vegna notkunar.

En örvæntið eigi því hér koma nokkur ráð sem vefurinn Mail Online tók saman um hvernig hægt er að koma sér aftur í buxurnar, annaðhvort með því að minnka þær eða stækka.

Ef buxurnar eru of stórar

Þvoðu þær í heitu vatni

Þetta er einfaldasta leiðin til þess að minnka gallabuxur sem eru orðnar of stórar. Þvoðu þær á heitustu stillingunni í þvottavélinni og til þess að ná sem bestri niðurstöðu skaltu sleppa því að nota mýkingarefni.

Settu þær í þurrkarann

Besta leiðin til þess að ná þeim aftur þröngum er að henda þeim í þurrkarann strax eftir að þú ert búin að þvo þær á heitustu stillingunni.

Farðu í þykkar undirbuxur

Með því að vera í þykkum sokkabuxum eða gammósíum innan undir buxunum verða þær þrengri. Þetta er einföld aðferð sem gagnast betur yfir vetrarmánuðina en sumarið.

Þrengdu þær í saumavélinni

Ef þú ert handlagin getur þú tekið fram saumavélina og minnkað skálmarnar. Finndu buxur sem passa fullkomlega og berðu þær saman við þær sem þú ætlar að laga.

Settu teygju í mittið

Ef skálmarnar passa vel en mittið er of stórt getur verið sniðugt að sauma teygju í mittið á buxunum aftan á. Þá minnkar mittið og þú getur farið að nota buxurnar aftur.

Fullkomnar gallabuxur frá WON HUNDRED.
Fullkomnar gallabuxur frá WON HUNDRED. mbl.is

Ef buxurnar eru of litlar

Sprautaðu á þær volgu vatni

Legðu buxurnar á gólfið og sprautaðu á þær volgu vatni. Taktu þær síðan og teygðu þær í sundur. Með þessu ætti teygjan í þeim að gefa sig og þú komið þér í buxurnar.

Gerðu æfingar í buxunum

Reyndu að koma þér í buxurnar og gerðu síðan liðleikaæfingar þegar þú ert komin í þær.

Farðu í heitt bað í buxunum

Komdu þér í buxurnar og sestu ofan í heitt bað. Þetta hljómar undarlega en heita vatnið gerir það að verkum að efnið gefur eftir.

Lagaðu mittið

Ef skálmarnar passa en mittið er allt of þröngt náðu í saumavélina og klipptu litlar rifur á mittið. Bættu síðan í með sams konar efni, jafnvel einhverju sem er vel teygjanlegt. Notaðu síðan belti við buxurnar og þá sést ekkert á þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál