Vinsælasti brúðarkjóllinn á netinu

700 brúðir eru á biðlista eftir kjólnum.
700 brúðir eru á biðlista eftir kjólnum. Ljósmynd/Grace loves lace

Grace Loves Lace Hollie-kjóllinn er vinsælasti brúðarkjóllinn á netinu í dag. Um 2,5 milljónir manns hafa merkt við kjólinn á Pinterest-síðum sínum og hefur hefur hann nánast verið uppseldur síðan hann fór fyrst í framleiðslu árið 2013.

Megan Ziems hannaði kjólinn upphaflega fyrir systur sína og hennar brúðkaup. Kjóllinn náði síðan miklum vinsældum þegar Made in Chelsea-stjarnan Millie Mackintosh klæddist honum í brúðkaupsveislu sinni þegar hún gekk í það heilaga með Professor Green árið 2013.

Kjóllinn er sá vinsælasti á netinu í dag.
Kjóllinn er sá vinsælasti á netinu í dag. Ljósmynd/Grace loves lace

Um 2.000 eintök af kjólnum hafa verið seld en merkið Grace hefur nú ákveðið að hætta framleiðslu á honum. Í staðinn hefur merkið hafið framleiðslu á Hollie 2.0-kjól sem er þó afar sambærilegur upphaflega kjólnum.

Samkvæmt vef Stylist eru um 700 brúðir strax komnar á biðlistann fyrir nýju útgáfunni af kjólnum sem mun kosta um 200.000 krónur íslenskar.

Introducing the HOLLIE 2.0 from Grace Loves Lace on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál