Sokkar forsetans stálu senunni á Hólahátíð

Forseti Íslands klæddist afar líflegum sokkum á Hólahátíð um helgina.
Forseti Íslands klæddist afar líflegum sokkum á Hólahátíð um helgina. Ljósmynd/Samsett mynd

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp á Hólahátíð á sunnudaginn þar sem þess var minnst að 350 ár eru liðin frá því að Passíusálmarnir komu fyrst á prent. Forsetinn klæddist afar líflegum sokkum við athöfnina sem vöktu hrifningu gesta sem eftir þeim tóku. Á sokkunum eru kassar í öllum regnbogans litum og var einn þeirra bleikur í stíl við bindi forsetans.

Sokkarnir eru afar skemmtilegir og líflegir.
Sokkarnir eru afar skemmtilegir og líflegir. Ljósmynd/Kristín Sigurrós Einarsdóttir

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, var þekktur fyrir líflegt bindasafn og vakti fílabindi hans mikla athygli. Það verður skemmtilegt að fylgjast með Guðna í framtíðinni og sjá hvort líflegir sokkar verði hans kennimerki líkt og bindin voru hjá Ólafi Ragnari.

Frétt mbl.is – Ræddi Passíusálmana á Hólahátíð 

Forseti í Auðunarstofu ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, og …
Forseti í Auðunarstofu ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, og vígslubiskupi Hólastiftis, Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Forseti Íslands
Forsetinn ræddi Passíusálmana.
Forsetinn ræddi Passíusálmana. Ljósmynd/Forseti Íslands
Forsetinn heilsar upp á gesti.
Forsetinn heilsar upp á gesti. Ljósmynd/Forseti Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál