Svelti sig og horfði á heimildamyndir um offitu

Kayley Chabot vann um tíma sem fyrirsæta.
Kayley Chabot vann um tíma sem fyrirsæta. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Fyrrverandi fyrirsætan Kayley Chabot, sem meðal annars hefur prýtt forsíðu Vogue,  segir að fyrirsætubransann hafi nærri því hafa gengið að henni dauðri.

Chabot segist hafa þróað með sér alvarlega átröskun vegna stanslausrar gagnrýni á holdafar sitt, en hún var aðeins 15 ára þegar hún gerði samning við umboðsskrifstofuna Ford Models.

„Ég var svo spennt að fara til New York, en þegar ég kom þangað voru starfsmenn umboðsskrifstofunnar hneykslaðir á stærð minni,“ sagði Chabot í viðtali við Daily Mail.

„Ummál mjaðma minna var 95 sentímetrar, en mér var sagt að það þyrfti að vera fimm sentímetrum minna.“

„Mér var beinlínis sagt að ég þyrfti að léttast og það væri mitt starf að vera grönn. Ég var svo ung og tók þetta því afar nærri mér. Ég heyrði þau kalla mig feita, og ég hætti nánast að borða.“

Í kjölfarið fór Chabot að æfa í fimm klukkustundir á dag, auk þess sem hún innbyrti einungis 500 hitaeiningar.

„Ég fór að missa hárið og það leið yfir mig í tíma og ótíma. Ég komst ekki í gegnum skóladaginn og þurfti því oft að fá mömmu mína til að sækja mig vegna þess að ég var svo veikburða eða vegna þess að ég hafði innbyrt svo mikið að hægðalyfjum.“

Á tímabili forðaðist Chabol jafnvel að drekka vatn, þar sem …
Á tímabili forðaðist Chabol jafnvel að drekka vatn, þar sem henni þótti óþægilegt að láta nokkuð ofan í sig. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Þegar Chabot sneri síðan aftur til New York uppskar hún mikið hrós fyrir líkama sinn, þrátt fyrir að hafa verið fársjúk.

„Á umboðsskrifstofunni var ég látin klæðast bikiníi, sem ég hafði kviðið vegna þess að ég taldi mig enn vera feita. Allir hrósuðu mér hinsvegar fyrir að vera grönn og sögðu mér hversu frábært það væri.“

Í New York deildi Chabot íbúð með 10 öðrum fyrirsætum, og segir hún heimilishaldið hafa verið sjúklegt.

„Við drukkum sykurlausa gosdrykki daginn út og inn og horfðum á heimildamyndir um offitu á meðan við gerðum magaæfingar,“ játaði Chabot, sem leiddist fljótlega einnig út í áfengis- og fíkniefnaneyslu.

Árið 2014 gat hún þó ekki meir, heldur sneri aftur til Kanada. Nú, tveimur og hálfu ári síðar er Chabot loksins á batavegi.

„Ég held að ef ég hefði verið eldri hefði þetta ekki verið svona mikið vandamál. Við eigum það til að gleyma að þetta er iðnaður, þar sem fólk ber ekki endilega hag þinn fyrir brjósti sér – heldur þvert á móti hugsar það um eigin pyngju.“

Chabot sneri við blaðinu fyrir tveimur árum, og er í …
Chabot sneri við blaðinu fyrir tveimur árum, og er í dag á batavegi. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál