Kjóllinn gerður úr ljósleiðurum

Bresku gagnrýnendurnir lofuðu tónleika Bjarkar í hástert.
Bresku gagnrýnendurnir lofuðu tónleika Bjarkar í hástert.

„Björk hafði samband við mig í byrjun hausts og bað mig um að vinna með sér. Ég hannaði nokkrar flíkur fyrir hana sem mér finnst afskaplega mikill heiður. Ég vann einnig með James Merry aðstoðarmanni Bjarkar en hann gerir fallegu grímurnar hennar,“ segir Hildur Yeoman fatahönnuður en hún á heiðurinn af fatnaði Bjarkar á tónleikunum sem hún hélt í Royal Albert Hall í fyrradag. Eftir tónleikana hefur Björk fengið fantagóð viðbrögð frá erlendu pressunni. 

Frétt af mbl.is: Björk fær 5 stjörnu dóma 

„Ljósakjóllinn var upprunalega gerður fyrir danssýninguna Og himinninn kristallast. Sem var á vegum Íslenska dansflokksins og Siggu Soffíu. Hann er innblásinn frá sjávardýrum en hann er gerður úr ljósleiðurum og gengur fyrir rafmagni,“ segir Hildur. 

Hildur er í skýjunum með tónleika Bjarkar. Hún segir að þetta hafi verið mikil upplifun. 

„Tónleikarnir sjálfir voru dásamlegir, flottustu tónleikar sem ég hef farið á. Ég hef aldrei séð svona mikil viðbrögð hjá áhorfendum áður. Þegar þeir voru að klappa hana upp og syngja lögin hennar til þess að fá hana aftur upp á svið. Björk á endalaust hrós skilið fyrir fallegan flutning og verkin sem hún flutti,“ segir hún. 

Högni Daníelsson Yeoman og Hildur Yeoman.
Högni Daníelsson Yeoman og Hildur Yeoman. mbl.is/Freyja Gylfa
Kjóll eftir Hildi Yeoman.
Kjóll eftir Hildi Yeoman.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál