Hefur átt sömu leðurstígvélin í 12 ár

Hertogaynjan kann að meta vel hönnuð föt.
Hertogaynjan kann að meta vel hönnuð föt. Ljósmynd / skjáskot SELF

Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge er þekkt fyrir að nota fötin sín vel, enda veit hún að vandaðar og vel hannaðar flíkur fara aldrei úr tísku.

Stígvélin, sem eru brún og ná upp að hnjám, eru úr smiðju Penelope Chilvers en Katrín sást fyrst í þeim opinberlega árið 2004.

Á dögunum dró hún stígvélin fram að nýju þegar hún var í opinberri heimsókn.

Stígvélin eru enn í framleiðslu, svo hugsast getur að hertogaynjan hafi fjárfest í nýju pari líkt og fram kemur í frétt SELF.

Á dögunum klæddist hún stígvélunum við svartar þröngar buxur og …
Á dögunum klæddist hún stígvélunum við svartar þröngar buxur og hvítt vesti. Ljósmynd / skjáskot SELF
Árið 2004 var Katrín hugsanlega undir áhrifum villta vestursins, en …
Árið 2004 var Katrín hugsanlega undir áhrifum villta vestursins, en ásamt stígvélunum skartaði hún brúnum jakka og hatti í stíl. Ljósmynd / skjáskot SELF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál