Kúrekastíllinn kemur sterkur inn

Helga er hrifin af kúrekastígvélunum frá Gardenia.
Helga er hrifin af kúrekastígvélunum frá Gardenia.

Helga Jóhannsdóttir, verslunarstjóri í GS skóm í Smáralind, segir kúrekastígvél, ballerínuhæla og „chelsea“- stígvél njóta vinsælda um þessar mundir.

Kúrekastíll „Kúrekastígvél og blanda af kúrekastígvélum og „bikerboots“ eru sérstaklega áberandi núna fyrir haustið. Þegar ég fór út að panta fyrir haustið í GS skóm voru öll merkin okkar að sýna einhverskonar útgáfu af kúrekastígvélum. Ég fíla það í botn, en ég hef alltaf heillast mjög af þessum stíl. Við eigum von á nokkrum týpum af skóm í kúrekastíl inn í GS og er ég mjög spennt að sjá hvernig fólk tekur í það.“

Lágir kubbahælar „Ballerínuhælar eða „ömmuhælar“ eru mjög vinsæl týpa af hælaskóm, en það eru opnir hælar með frekar lágum kubbahæl. Tískuhúsið Céline sýndi þennan stíl fyrst fyrir nokkrum árum og núna eru fleiri merki farin að gera svipaða týpu. Þægilegt og flott á sama tíma!“

Óreimuð ökklastígvél „Svokölluð „chelsea boots“ eru mjög vinsæl um þessar mundir enda þægilegt að henda sér í skó sem ekki þarf að reima. Dr. Martens „chelseaboots“ eru sérstaklega vinsæl í brúnum lit enda henta þau fullkomlega fyrir íslenska veðráttu og passa við allt.“

Þessi „chelsea“-stígvél koma frá Dr. Martens.
Þessi „chelsea“-stígvél koma frá Dr. Martens.
Skór með svokölluðum „ömmuhæl“ eru vinsælir núna að sögn Helgu.
Skór með svokölluðum „ömmuhæl“ eru vinsælir núna að sögn Helgu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál