Þessi jakki er að gera allt vitlaust

Fredrik Andersen.
Fredrik Andersen.


66°Norður og danska herratímaritið Euroman kynntu fyrir stuttu samstarf sitt í Danmörku. Um er að ræða nýjan jakka sem hönnunarteymi 66°Norður og tískuritstjóri Euroman, Fredrik Andersen, hönnuðu í sameiningu. Jakkinn er hannaður með það fyrir augum að hægt sé að klæðast honum t.d. undir frakka en einnig einan og sér. Jakkinn er einangraður með Primaloft Gold efninu og því tilvalinn í kaldari veðrum. 400 jakkar voru í boði til áskrifenda Euroman í Danmörku á sérstöku tilboði og voru þeir ekki lengi að seljast upp.

„Það var virkilega skemmtilegt og mikill heiður fyrir okkur að fá að vinna með 66°Norður að þessum jakka. Við vissum að viðbrögðin yrðu góð en það kom okkur á óvart að jakkinn skyldi seljast svo fljótt upp, eða nokkrum klukkustundum. Það er kannski ekkert svo skrítið því hann er mjög flottur þótt ég segi sjálfur frá," segir Frederik Andersen, tískuritstjóri Euroman og Eurowoman, og hlær. Jakkinn verður fáanlegur í takmörkuðu upplagi í völdum verslunum 66°Norður hér heima og á vefnum.

Jakkinn er þunnur og passar vel undir frakka.
Jakkinn er þunnur og passar vel undir frakka. mbl
Svo er hægt að vera í jakkanum yfir jakkafötin.
Svo er hægt að vera í jakkanum yfir jakkafötin. mbl
Nú, eða undir jakkafötin ef því er að skipta.
Nú, eða undir jakkafötin ef því er að skipta. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál