Lét skera gat í kinnarnar á sér

Weir hafði alltaf dreymt um að vera með spékoppa. Hér …
Weir hafði alltaf dreymt um að vera með spékoppa. Hér má sjá hana áður en hún gekkst undir aðgerðina. Skjáskot / Daily Mail

Fólk leggur ýmislegt á sig fyrir fegurðina, eins og að gangast undir vafasamar skurðaðgerðir.

Förðunarbloggarinn AJ Weir lét skera göt í kinnarnar á sér vegna þess að hún öfundaði 11 ára soninn af spékoppunum. Læknir gerði því gat í kinnar Weir, og saumaði aftur saman, til þess að búa til spékoppana sem hún þráði. Aðgerðin tók 90 mínútur.

Ekki voru þó allir hrifnir af uppátækinu, því eiginmaður og vinir Weir töldu hana hafa gengið af göflunum.

„Mig hefur lengi langað í spékoppa. Ég er vön að stinga fingrum mínum í spékoppa fólks, það er reglulega skrýtið en ég bara elska þá. Ég tengi þá við að vera sætur og krúttlegur,“ sagði Weir í samtali við Daily Mail.

„Ég vissi að þetta var áhættusamt. Stundum er  spékoppurinn þar til að byrja með, en hverfur svo með tímanum. Sumum finnst þetta vera reglulega heimskuleg aðgerð.“

Skorið var gat á kinnar Weir, að það síðan saumað …
Skorið var gat á kinnar Weir, að það síðan saumað saman. Skjáskot / Daily Mail
Svona leit andlit Weir út eftir að hún lagðist undir …
Svona leit andlit Weir út eftir að hún lagðist undir hnífinn. Eins og sjá má fylgdi mikið mar. Skjáskot / Daily Mail
Weir eftir að hafa gengist undir aðgerðina.
Weir eftir að hafa gengist undir aðgerðina. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál