Drottningin stælir Katrínu

Kjólarnir eru ansi keimlíkir, eins og sjá má. Katrín klæddist …
Kjólarnir eru ansi keimlíkir, eins og sjá má. Katrín klæddist sínum á síðasta ári og nokkrum mánuðum síðar fetaði Elísabet í fótspor hennar. Skjáskot / Daily Mail

Mikið er skrafað um bresku konungsfjölskylduna, enda er hún undir stöðugu eftirliti fjölmiðla. Þá er klæðnaður hinna konunglegu kvenna jafnan mikið í deiglunni og þykir Katrín hertogaynja til að mynda vera ein best klædda kona heims.

Katrín hefur mikil áhrif á kauphegðun kvenna út um víðan völl og svo virðist vera sem drottningin sjálf sé farin að hafa hana til fyrirmyndar eins og fram kemur í frétt Daily Mail. 

Svo er auðvitað hugsanlegt að hertogaynjan hjálpi Elísabetu að ákveða hverju skuli klæðast. Hver veit?

Katrín árið 2014 í forláta rauðri kápu.
Katrín árið 2014 í forláta rauðri kápu. Skjáskot / Daily Mail
Elísabet var heldur hugguleg þegar hún mætti til messu, í …
Elísabet var heldur hugguleg þegar hún mætti til messu, í rauðri kápu. Skjáskot / Daily Mail
Katrín var sumarleg og sæt í bleikum kjól, með hatt …
Katrín var sumarleg og sæt í bleikum kjól, með hatt í stíl, en myndin er tekin árið 2012. Skjáskot / Daily Mail
Elísabet skellti sér í bleikt dress síðasta sumar og leit …
Elísabet skellti sér í bleikt dress síðasta sumar og leit glimrandi vel út. Skjáskot / Daily Mail
Elísabet er sjálf alger tískufyrirmynd og því ekki nema von …
Elísabet er sjálf alger tískufyrirmynd og því ekki nema von að Katrín feti stundum í fótspor hennar. Þessu dressi skartaði drottningin í júní á síðasta ári. Skjáskot / Daily Mail
Katrín klæddist kóngabláum kjól, og hatt í stíl, í september …
Katrín klæddist kóngabláum kjól, og hatt í stíl, í september á síðasta ári og minnti dressið heldur betur á það sem Elísabet skartaði nokkrum mánuðum fyrr. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál