Síðasta helgi Kiosk á Laugavegi

Hönnun Hildar Yeoman.
Hönnun Hildar Yeoman. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verslunin Kiosk á Laugavegi sem selt hefur hönnun íslenskra hönnuða er að hætta. Smartland hefur heimildir fyrir því að húsnæðið sem hýsti Kiosk hafi verið selt og inn hafi komið nýir leigjendur.

Hönnun Hildar Yeoman, Millu Snorrason, Magneu, Kristjönu Williams, Eyglóar, Kyrju og Helicopter hefur verið seld í Kiosk.

Hönnuðirnir leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði en þar sem þetta er síðasta helgi verslunarinnar verður boðið upp á 25% afslátt af hönnuninni.

„Við erum í rauninni opnar fyrir mjög mörgum möguleikum. Höfum verið með augun opin fyrir bakhúsum, Skólavörðustígnum og Granda svo dæmi sé tekið. Það er því miður lítið að finna á Laugaveginum svo við erum soldið opnar bara,“ segir Helga Lilja, hönnuður Helicopter.

Ljósmynd /Eygló Margrét Lárusdóttir
Kristjana S. Williams.
Kristjana S. Williams.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál