Forsætisráðherra Bretlands í Vogue

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. skjáskot/Vouge.com

Theresa May er fyrsti forsætisráðherra Bretlands til þess að sitja fyrir í bandaríska Vogue. May sem er 60 ára var mynduð af Önnu Lebovitz fyrir aprílútgáfu blaðsins. 

Daily Mail greinir frá því að Margaret Thatcher hafi setið fyrir í breska Vogue en May er talin hafa sniðgengið það blað vegna þess að mágkona Davids Camerons, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, vinnur hjá bresku útgáfunni. 

Anna Lebovitz tók myndir af forsætisráðherranum á sveitasetri ráðherrans. Anna Wintour undirbjó umfjöllunina en talsmaður forsætisráðherrans segir að May sé mikill aðdáandi blaðsins. 

Anna Lebovitz myndaði Theresu May fyrir Vogue.
Anna Lebovitz myndaði Theresu May fyrir Vogue. skjáskot/Vouge.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál