Skiptir máli að velja réttu kremin

Jóna Svandís Halldórsdóttir snyrtifræðingur.
Jóna Svandís Halldórsdóttir snyrtifræðingur.

Jóna Svandís Halldórsdóttir, snyrtifræðingur á Snyrtistofunni Garðatorgi, fór yfir af hverju það er mikilvægt að nota krem til þess að vernda húðina og veita henni raka. 

Af hverju þarf fólk að nota andlitskrem?

Rakakrem eru til þess gerð að viðhalda raka og teygjanleika í húðinni og sporna við þurrki. Auk þess mynda rakakrem varnarfilmu og hindra þannig rakatap húðarinnar. Öll krem innihalda einhvern raka, en þó mismikinn eftir því hvernig húðgerð kreminu er ætluð. Þannig þurfa allir að nota krem, jafnvel þeir sem hafa feita húðgerð, þá þurfa þeir góðan raka til að sporna við yfirborðsþurrki.

Hverjar eru mismunandi tegundir krema?

Sum eru létt og þunn sérstaklega gerð fyrir rakaþurra húð á meðan önnur eru þykkari og innihalda til dæmis meiri fitu sem henta mjög þurri húð. Auk þess geta krem haft mismunandi eiginleika sem henta hverri og einni húðgerð. Það skiptir því miklu máli að leitast eftir því besta fyrir hverja húðgerð.

Skiptir máli að bera á sig mismunandi rakakrem eftir árstíðum?

Oftast þurfum við léttari krem á sumrin en þó þarf að passa að góð vörn sé í kreminu sem verndar húðina fyrir geislum sólarinnar. Á veturna þegar kalt er í veðri á húðin það til að þorna meira og þá þurfum við að vernda húðina betur með kremum sem innihalda meiri fitu/olíu. Einnig þarf að hafa í huga ef við stundum útivist á veturna að nota krem sem verndar okkur fyrir sterkum vetrargeislum sólarinnar.

Margir nota kókosolíu á húðina, er það eitthvað sem þú sem snyrtifræðingur getur mælt með?

Það er mjög misjafnt hvað hverjum og einum hentar, það þola hana ekki allir í andlitið þar sem hún getur verið stíflandi. Mörgum finnst gott að nota hana á líkamann. Þrátt fyrir að vera feit og búa yfir mörgum góðum kostum inniheldur hún ein og sér engin virk efni.

Það er mikilvægt að velja rétta kremið.
Það er mikilvægt að velja rétta kremið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál