Hárgreiðslumeistari stjarnanna gefur ráð

Beyoncé er með fallega litað hár.
Beyoncé er með fallega litað hár. mbl.isAFP

Rita Hazan sér um að lita hárið á stjörnum eins og Beyoncé, Katy Perry og Jennifer Lopez. Hazan fór yfir með nokkur ráð á Byrdie.com fyrir fólk sem litar á sér hárið. 

1. Liturinn mun alltaf dofna, það er því mikilvægt að nota efni sem viðhalda litnum. Hazan segist alltaf nota sjampó, gljáa og næringu í hvert einasta skipti sem hún fer í sturtu.

2. Það er mikilvægt að nota hárvörur sem eru sérstaklega ætlaðar lituðu hári. Það er mjög mikilvægt að velja gott sjampó. Vörur sérstaklega ætlaðar lituðu hári hjálpa til við að halda hárinu heilbrigðu og koma í veg fyrir að það verði of þurrt.

3. Það er ekki ekki gott að nota of mikið þurrsjampói. Það er mikilvægt að þvo það venjulega að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í viku. Hazan segist þvo hárið á hverjum degi ef hún hreyfir sig á hverjum degi.

Hárlitur Jennifer Lopez passar vel við húðlit hennar.
Hárlitur Jennifer Lopez passar vel við húðlit hennar. mbl.is/AFP

4. Það er mikilvægt að verja hárið fyrir hita og sól. Þess vegna er mikilvægt að nota hárvörur sem verja hárið fyrir hita.

5. Fólk verður að passa að festast ekki í því að lita hárið alltaf eins. Það sem fór fólki fyrir tíu árum fer því ekki endilega vel í dag. Húðlitur breytist til að mynda með aldrinum. Það er mikilvægt að breyta hárlit og förðun þegar maður eldist.

6. það þarf að passa að velja ekki bara sama lit og uppáhalds Hollywood-stjarnan notar. Fólk ætti frekar að horfa á fólk sem er nálægt því í aldri, með svipaðan húðlit og uppruna. Þannig er auðveldara að ímynda sér hvernig maður mun líta út með litinn í hárinu.

Katy Perry.
Katy Perry. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál