Steldu stílnum fyrir 274 þúsund krónur

Katrín klæddist kjólnum í heimsókn sinni til Kanada.
Katrín klæddist kjólnum í heimsókn sinni til Kanada. Skjáskot / Telegraph

Í september á síðasta ári klæddist Katrín, hertogaynja af Cambridge, sérsaumuðum Dolce & Gabbana-kjól í einni af sínum fjölmörgu opinberu heimsóknum.

Eins og sjá má í frétt Telegraph leit kjóllinn fyrst ljós á tískupöllum Dolce & Gabbana, en hann tilheyrði haustlínu síðasta árs. Á frumgerðinni mátti sjá útsaumað vasaúr, enda sótti línan innblástur í söguna um Lísu í Undralandi. Stærðarinnar vasaúr þótti þó að sjálfsögðu ekki sæma hinni konunglegu Katrínu og var því gerður annar kjóll fyrir hana.

Nú geta kaupglaðir aðdáendur Katrínar tekið gleði sína, en kjóllinn er kominn á markað. Örlitlar breytingar hafa þó verið gerðar og koparlituðum hnöppum skipt út fyrir hvíta.

Ekki er þó víst að allir hafi efni á herlegheitunum, enda kostar kjóllinn 2.150 sterlingspund sem samsvarar rúmlega 274 þúsund íslenskum krónum. 

Útsaumað vasaúr var að finna á frumgerðinni.
Útsaumað vasaúr var að finna á frumgerðinni.
Kjólinn má fá á Net-A-Porter, en hann kostar þó skildinginn.
Kjólinn má fá á Net-A-Porter, en hann kostar þó skildinginn.
Katrín tók sig sérlega vel út í kjólnum, enda sérsniðinn …
Katrín tók sig sérlega vel út í kjólnum, enda sérsniðinn á hana. Skjáskot / Telegraph
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál