Besta leiðin til að þurrka hár án hárblásara

Það er gott að nota góð handklæði við að pressa …
Það er gott að nota góð handklæði við að pressa hárið. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvað skal gera þegar maður vill láta hárið þorna hratt og slétt en hefur ekki tíma til þess að greiða vandlega í gegnum það með hárblásara í annarri og fínan hárbursta í hinni? Byrdie fór yfir góð ráð fyrir þær sem vilja fara náttúrulegu leiðina. 

Hárnæring og greiða

Næringin mýkir ekki bara hárið heldur getur hjálpað því að þorna fyrr. Með því að greiða hárið í sturtunni þegar búið er að setja hárnæringuna í hárið geturðu verið viss um að næringin fari jafnt í allt hárið. 

Rétt handklæðanotkun

Í stað þess að reyna að þurrka hárið á fullu með handklæði er gott að nota gott handklæði úr örtrefjaefni og pressa hárið. Mikilvægt er að nota gott handklæði en þessi venjulegu taka oft lítið vatn í sig. 

Túrban

Settu hárið í túrban með handklæði úr örtrefjaefni, ef þú átt ekki svoleiðis getur þú tekið stuttermabol og vafið honum um hárið. Láttu hárið vera í túrbaninum í 10 til 20 mínútur.

Kláraðu að gera þig til

Taktu tíma í að klára að gera þig til, mála þig og klæða þig og á meðan þornar hárið í túrbaninum.

Greiddu þér

Í lokin þarf ekki að gera neitt nema greiða létt í gegnum hárið. Það eru meira að segja til hárburstar með sama örtrefjaefninu og er að finna í góðum handklæðum sem þorna fljótt. Ef fólk á svoleiðis er hægt að slá tvær flugur í einu höggi.  

Hárnæring og greiða koma að góðum notum þegar fólk ætlar …
Hárnæring og greiða koma að góðum notum þegar fólk ætlar að sleppa hárblásaranum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál