Katrín endurnýtir kápukjólinn

Katrín á það til að klæðast gömlum fötum.
Katrín á það til að klæðast gömlum fötum. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja virðist stundum vera í nýju dressi á hverjum degi. En þegar betur er að gáð er svo ekki en um helgina var hún í minningarathöfn í Belgíu þar sem hún klæddist kápukjól sem hún hefur áður klæðst. 

Kjóll Katrínar er klassískur og gengur við hin ýmsu tilefni.
Kjóll Katrínar er klassískur og gengur við hin ýmsu tilefni. mbl.is/AFP

Samkvæmt Daily Mail er kápukjóllinn frá Alexander McQueen en hertogaynjan á gott safn af fötum frá merkinu. Hún sást fyrst í honum árið 2015 þegar Karlotta prinsessa var skírð. Hún endurnýtti hann síðan á afmælishátíð Elísabetar Englandsdrottningar í fyrra. 

Í þessi þrjú skipti sem Katrín hefur klæðst kjólnum hefur hún þó aldrei verið með sama hattinn þó svo að hattarnir hafa allir verið hvítir í stíl við kjólinn. 

Katrín klæddist kjólnum fyrst í skírn dóttur sinnar árið 2015.
Katrín klæddist kjólnum fyrst í skírn dóttur sinnar árið 2015. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál