100 ára með bestu fegrunarráðin

Allure spjallaði við nokktar 100 ára konur um þeirra bestu …
Allure spjallaði við nokktar 100 ára konur um þeirra bestu fegrunarráð. Skjáskot/Pinterest

Það er ekki hægt að finna mikið reyndari konur þegar það kemur að fegurðarráðum en þær sem hafa náð 100 ára aldri. Þess vegna spurði tímaritið Allure nokkrar hressar konur sem eru yfir 100 ára út í þeirra bestu ráð þegar það kemur að húðumhirðu og förðun.

 Rannsóknir hafa fundið að förðunarrútína kvenna taki að meðaltali 40 mínútur en oft á tímum þá hafa konur ekki tíma eða orku til þess að taka svona mikinn tíma í að gera sig til. 104 ára Helen Jabornik fann upp frábæra lausn á þessu vandamáli en þegar hún var tvítug byrjaði hún að ganga með hárkollu til þess að spara tíma. Jabornik átti fullt af mismunandi hárkollum sem að hún notaði við mismunandi tilefni. Hún minntist einnig á það að þetta væri frábær leið til þess að breyta til án þess að breytingin þurfi að vera endanleg. Annað frábært ráð frá henni, hún notar varalit sem kinnalit sem að sparar plássið í snyrtitösku hennar.

Konurnar voru flest allar sammála yfir því að mikilvægt sé að þvo sér vel í framan með vatni kvölds og morgna. Ein konan sagði frá því að hún noti volgt vatn og barnaolíu á andlit sitt þrisvar til fjórum sinnum á dag. 

Hér má sjá myndbandið í heild sinni: 



Konurnar voru með fjölbreytt og skemmtileg ráð.
Konurnar voru með fjölbreytt og skemmtileg ráð. mbl.is/thinkstock photos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál