Taka rassamyndir í nafni sjálfsástar

Emilie Mercier og Frédérique Marsille.
Emilie Mercier og Frédérique Marsille. Skjáskot/1001Fesses

Listakonur frá Montreal í Kanada, Emilie Mercier og Frédérique Marsille, stofnuðu 1001 Fesses, sem þýðir 1001 rass á íslensku.

Markmið þeirra er að sýna heiminum fjölbreytta afturenda frá öllum heiminum og ögra þannig hefðbundnum staðalímyndum um fegurð.

Saman byrjuðu þær að mynda rassa í Quebec en hafa síðan þá myndað sjálfboðaliða í Mexíkó, Kúbu, Sviss, Malasíu og Bandaríkjunum.

„Vil viðjum sýna fegurðina í alls kyns líkömum,“ sögðu Mercier og Marseille í samtali við Buzzfeed. „Við vonumst til þess að sýna aðra hlið kvenlíkamans, hlið sem er ekki kynferðisleg.“

Þrátt fyrir að myndirnar séu æðislegar segja listakonurnar að spjallið við konurnar áður en myndirnar séu teknar sé það mikilvægasta við ferlið.

„Við spjöllum, við hlæjum, við kynnumst þessum konum sem eru tilbúnar til þess að afhjúpa líkama sinn fyrir myndavélina,“ sögðu þær. 

Samkvæmt þeim eru fyrstu viðbrögð margra kvenna þegar þær sjá myndirnar af sér að þær séu ljótar, því miður. En með tímanum sjá flestar þeirra fegurðina í líkama sínum. „Við fáum símtöl og tölvupósta frá fullt af konum sem segja að myndirnar hafi hjálpað þeim að líða vel með sjálfan sig,“ bæta þær við. 

Þær listakonur eru alltaf að leita að nýjum sjálfboðaliðum um allan heim og hægt er að bjóða sig fram hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál