Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

„Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni. Það sem er meira sláandi er að örplast er farið að finnast í drykkjarvatni og í frétt á mbl.is kom fram að örplast fannst í 94,4% sýna úr drykkjarvatni í Bandaríkjunum og þar sem drykkjvarvatnið mældist hvað hreinast í Evrópu fannst samt sem áður örplast í drykkjarvatninu í 72% sýna sem tekin voru. Þetta eru sláandi niðurstöður og hefur Orkuveita Reykjavíkur nú hug á að mæla plast í drykkjarvatni á Íslandi. Við þurfum að axla ábyrgð á umhverfi okkar og vera meðvituð um innihald í vörum sem við notum og tileinka okkur fjölnota poka, ílát og endurvinnslu. Í snyrtivöruheiminum er þegar byrjað að vinna að lögbanni gegn örplasti í snyrti- og hreinsivörum en mörg fyrirtæki eru sjálfviljug þegar búin að fjarlægja örplast úr vörum sínum,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

Eftirfarandi innihaldsefni gefa til kynna að örplast sé að finna í vörunni:

Polyethylene (PE)
Polyethylene terephthalate (PET)
Polypropylene (PP)
Polymethyl methacrylate (PMMA)
Polylactic acid
Nylon

Í tilefni af Plastlausum september er hér fyrir neðan listi yfir tíu plastlausa andlitsskrúbba og geta allar húðgerðir fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar vörur nefndar eru án parabena og mineral-olíu.

Herbivore Pink Clay Exfoliating Floral Mask, 4.990 kr. (Nola.is)
Andlitsmaski sem einnig má nota sem andlitsskrúbb. Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og nuddað á andlitið en hún inniheldur m.a. franskan bleikan leir, lífrænar hundarósir, lífrænar rósir og lífræna kamillu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Gler.
Herbivore

Sepai Basic Purify 4D Facial Exfoliator, 11.900 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borið á húðina. Þessi vara blandar saman fjórum leiðum til að fjarlægja dauðar húðfrumur: ensím úr ávöxtum leysa þær upp, bambus-agnir nudda þær burt, gluconolactone veitir kemíska uppleysingu og að lokum er það leir sem hreinsar húðina.
Umbúðir: Gler.
4d


Aveda Botanical Kinetics Radiant Skin Refiner, 5.360 kr.
Kremkennd formúla byggð á leir og inniheldur bambus-agnir til að nudda burt dauðar húðfrumur ásamt tourmaline sem veitir húðinni ljómandi útlit.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til. 
avedabk

Origins Never A Dull Moment, 5.597 kr.
Fínglega mulin fræ úr apríkósum og mangó nudda burt dauðar húðfrumur og papaya-extrakt leysir upp önnur óhreinindi á húðinni. Veitir húðinni bjartari ásýnd.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til.
747729_fpx
Aesop Tea Tree Leaf Facial Exfoliant, 5.600 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borin á húðina. Inniheldur fínlega mulin tea tree-lauf, hnetuskeljar og leir til að nudda burt dauðar húðfrumur og hreinsa húðina.
Umbúðir: Gler.
Aesop-Skin-Tea-Tree-Leaf-Facial-Exfoliant-30g-large
Shiseido WASO Soft+Cushy Polisher, 4.499 kr.
Formúlan notar sellulósa úr plöntum til að fá kornótta áferð sem nuddar burt dauðar húðfrumur. Inniheldur jafnframt tófú úr sojabaunum sem mýkir og styrkir húðina ásamt sérstökum púðurögnum sem soga í sig umframfitu á húðinni.
Umbúðir: Plast.
waso
Rå Oils Radiance Clay Mask, 9.640 kr. (Beautybox.is)
Andlitsmaski í duftformi sem blandað er við lífrænt rósavatn, sem fylgir með, og borið er á húðina. Inniheldur hundarós, grænt te, C-, A- og E-vítamín og má nota sem andlitsskrúbb. Hentar venjulegri og eldri húð.
Umbúðir: Ál húðað með epoxy phenolic og eru 100% endurnýjanlegar.
raoils

Lavera Purifying Scrub, 1.990 kr.
Lífrænn hreinsandi andlitsskrúbbur sem inniheldur meðal annars gingko biloba-extrakt og jojoba-olíu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Endurnýjað plast að hluta til.
Lavera-Purifying-Scrub-zoom
Sepai Peel Mud Exfoliating Mask, 14.900 kr. (Madison Ilmhús)
Djúphreinsandi andlitsmaski sem hreinsar og jafnar olíukennda húð. Formúlan inniheldur bambus-agnir sem nudda upp dauðar húðfrumur ásamt grænu tei, salicylic-sýru og shea-smjöri.
Umbúðir: Gler.
sepai


Blue Lagoon Lava Scrub, 9.900 kr.
Andlitsskrúbbur sem inniheldur fínlega mulið hraun úr umhverfi Bláa lónsins ásamt koladufti sem djúphreinsar húðina, kísil og jarðsjó úr Bláa lóninu.
Umbúðir: Plast.
bllava

Fylgstu með á bak við tjöldin.
Snapchat: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn
Instagram: liljasigurdar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál