„Bara ég og strákarnir“

Melania Trump og strákarnir í jakkafötum.
Melania Trump og strákarnir í jakkafötum. mbl.is/AFP

„Bara ég og strákarnir,“ hefði Melania Trump geta sungið þegar hún jakkafataklædd tók á móti forsætisráðherrahjónunum Kanada, Justin Trudeau og Sophie Gregoire Trudeau, ásamt eiginmanni sínum í Hvíta húsinu. 

Forsetafrúin klæddist gráteinóttri jakkafötum eða buxnadragt frá Ralph Lauren og var með laust bindi. Melania var stórglæsileg og lítur svo út að hún hafi viljað minna á sig og stöðu sína en jakkaföt eru tákn um völd. Af myndunum að dæma virðist konan á bak við forseta Bandaríkjaforseta ekki vitund valdaminni en forsetinn sjálfur. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Melania klæðist buxnadragt en þessi er þó karlmannlegri en þær sem hún hefur áður klæðst. Telegrah greinir frá því að að þetta sé í fyrsta skipti í mörg ár sem einhver hefur reynt að breyta stemmingunni á myndum sem þessum. Michelle Obama til að mynda átti buxnadragtir en klæddist þeim ekki þegar hún stóð við hlið Barack Obama þegar hann tók á móti öðrum þjóðarleiðtogum. 

Melania Trump var glæsileg í gáteinóttri buxnadragt.
Melania Trump var glæsileg í gáteinóttri buxnadragt. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál