Birkin-töskur í tugatali í töskuherberginu

Kylie Jenner á stórt safn af merkjavörutöskum.
Kylie Jenner á stórt safn af merkjavörutöskum. mbl.is/AFP

Það dreymir marga um að eiga fataherbergi, fáir hafa hins vegar hugmyndaflug til að dreyma um sérstakt töskuherbergi. Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er bara tvítug og á þó fullt herbergi af rándýrum töskum. 

Jenner sýndi frá töskuherberginu á samfélagsmiðlum en herbergið er réttara sagt stór skápur sem hægt er að ganga inn í. Harper's Bazaar metur það svo að það séu tveir veggir fullir af Birkin-töskum frá Hermès auk taskna frá Louis Vuitton, Chanel og Gucci. 

So perfect! 11/10/17

A post shared by Kylie Jenner (@kyliesnapchat) on Nov 10, 2017 at 11:58am PST

Töskurnar frá Hermès eru vinsælar meðal töskuáhugafólks og á Jenner ekki langt að sækja áhuga sinn á merkinu en móðir hennar, Kris Jenner, er sögð eiga fullan skáp af Birkin-töskum með upplýstu merki þar sem stendur: „Need Money for Birkin“ eða þarf pening fyrir Birkin. 

Hvort sem þær Jenner-mæðgur þurfi pening fyrir töskunum eða fá einhverjar af þeim gefins er alveg ljóst að töskurnar eru ekki ókeypis. Ekki er óeðlilegt að handtöskurnar kosti á bilinu 3.500 til 8.000 dollara eða frá 360 þúsund til 830 þúsund íslenskar krónur. 

Þessi Birkin-taska kostar 8.650 dollara sem er rétt undir 900 …
Þessi Birkin-taska kostar 8.650 dollara sem er rétt undir 900 þúsundum. ljósmynd/Hermes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál