Með fatastíl sem passar konungsfjölskyldunni

Meghan Markle í flegnum en klassískum rauðum kjól árið 2012.
Meghan Markle í flegnum en klassískum rauðum kjól árið 2012. mbl.is/AFP

Bandaríska leikkonan Meghan Markle er við það að ganga inn í bresku konungsfjölskylduna. Fatastíll hennar er smekklegur og einfaldur og ólíklegt að Markle þurfi að gjörbreyta fatastíln sínum til þess að passa inn í hina fáguðu fjölskyldu. 

Díana prinsessa þótti mikil tískufyrirmynd og það þykir Katrín hertogaynja líka. Fatnaður Markle á því án efa eftir að vekja athygli. Konur í konungsfjölskyldunni taka yfirleitt ekki of mikla áhættu í fatavali og verður klassískur og fágaður fatnaður yfirleitt fyrir valinu. 

Það er spurning hvort stuttu kjólarnir fái að koma með …
Það er spurning hvort stuttu kjólarnir fái að koma með í hjónabandið. mbl.is/AFP

Markle er ekki með djarfan fatastíl þrátt fyrir að hún leyfi sér að sýna meira hold en verðandi svilkona hennar, Katrín hertogaynja. Hún þykir einnig með afslappaðri og oft og tíðum nútímalegri fatastíl en Katrín. Hún hefur til að mynda verið berleggja í stuttum kjólum og í stuttbuxum og klæðst flegnum kjólum. 

Hún er þó þekkt fyrir einfaldleika í klæðaburði, vönduð efni og klassísk snið. Hún ætti því að smellpassa inn í konungsfjölskylduna en gæti þurft að skilja rifnu gallabuxurnar eftir heima áður en hún fer í te til Betu ömmu. 

Klassískt en töff.
Klassískt en töff. mbl.is/AFP
Í 20 þúsund króna kjól í haust.
Í 20 þúsund króna kjól í haust. Getty
Markle klæðist oft gallabuxum og einföldum fatnaði.
Markle klæðist oft gallabuxum og einföldum fatnaði. mbl.is/AFP
Meghan Markle er ekki óvön galakjólum.
Meghan Markle er ekki óvön galakjólum. mbl.is/AFP
Meghan Markle er með afslappaðan fatastíl.
Meghan Markle er með afslappaðan fatastíl. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál