20 best vöxnu konur heims

Candice Swanepoel.
Candice Swanepoel. LUCAS JACKSON

Margar eftirminnilega ofurfyrirsætur skutust upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og sitja sumar þeirra enn fyrir á tískuljósmyndum, glæsilegar sem aldrei fyrr. Á vef MSN eru valdar úr hópnum 18 ofurfyrirsætur þessa tímabils með flottasta líkamann.

Cindy Crawford

Hin bandaríska Crawford er þekkt fyrir fæðingarblettinn fyrir ofan munninn og sló í gegn í ógleymanlegri Pepsi-auglýsingu. Hún giftist leikaranum Richard Gere, varð andlit Revlon og sat fyrir nakin.

Christy Turlington

Hún skar sig úr því hún reykti og lét gera göt á líkama sinn með þeim afleiðingum að ungar stúlku fengu æði fyrir líkamsskreytingum. Hún var andlit Chanel svo og Calvins Kleins og auglýsti undirfatnað hans í áratug.

Elle Macpherson

Ástralska fegurðardísin sat oft fyrir í baðfötum á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated og birtist nakin í Playboy 1994. Hún hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, er með eigin rekstur og auglýsir sjálf snyrtivöru- og undirfatalínu sína.

Linda Evangelista

Evangelista er fædd í Kanada og varð fræg sem andlit snyrtivörurisanna Estee Lauder, Ralph Lauren og Christian Dior. Hún gengur undir nafninu kamelljónið því hún á auðvelt með að breyta útliti sínu og skiptir reglulega um hárlit.

Kate Moss

Vandræðagemsinn Moss frá Englandi átti í ástarsambandi við Johnny Depp og birtist grindhoruð í auglýsingaherferð Calvins Kleins sem gekk undir  nafninu Heroin Kids. Hún hefur verið dugleg að stunda skemmtanalífið og oft ratað á síður slúðurblaða af þeim sökum.

Naomi Campbell

Campell þykir skapstór með eindæmum og hefur oft komið sér í vandræði af þeim sökum. Hún hefur átt í ástarsamböndum við margar stórstjörnur, þar með talið Robert De Niro og Adam Clayton úr hljómsveitinni U2.

Laetitia Casta

Franska fyrirsætan Laetitia Casta er lágvaxnari en hinar ofurfyrirsæturnar en glæsileg engu að síður. Hún hefur setið fyrir á forsíðum ríflega 100 tímarita og meðal annars tekið þátt í auglýsingaherferðum fyrir Guess og Tommy Hilfiger.

Rebecca Romjin

Leikkonan Rebecca Romijn er ættuð frá Kaliforníu. Hún er fyrst og fremst fræg fyrir hlutverk sín í X-Men og Ugly Betty en fyrr á árum sat hún oft fyrir á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated.

Karen Mulder

Mulder er fædd í Hollandi og varð snemma eftirsótt fyrirsæta. Hún sat oft fyrir í tímaritinu Sports Illustrated og sýndi undirföt frá Victoria's Secret.

Heidi Klum

Þýska fyrirsætan sem skildi nýlega við Seal sat fyrir í öllum helstu tímaritum heims, sýndi fyrir Vicctoria´s Secret og hefur komið lítillega að kvikmyndaleik.

Tyra Banks

Banks hefur mikið látið að sér kveða í sjónvarpi og sinnir eigin fyrirtækjarekstri. Hún er heilinn á bak við þáttinn America's Next Top Model og stýrir eigin spjallþætti, The Tyra Banks Show.

Gisele Bündchen

Bündchen er frá Brasilílu. Hún byrjaði að sitja fyrir á tískuljósmyndum þegar hún var 13 ára gömul en hefur fengist við leiklist meðfram sýningarstörfunum. Hún er fræg fyrir langa leggi sína og er talin 16. ríkasta kona heims innan skemmtanaiðnaðarins. 

Marissa Miller

Miller er frá Bandaríkjunum og er þekktust fyrir að birtast í Sports Illustrated og sýna fyrir Victoria's Secret. Hún hefur unnið mikið með ljósmyndaranum Mario Testino, meðal annars fyrir Vogue.

Adriana Lima

Lima er frá Brasilíu og var talskona snyrtivöruframleiðandans Maybelline 2003 til 2009. Hún er talin þekktasta brasilíska fyrirsætan eftir að hún tók við af Heidi Klum sem yfirengill Victoria's Secret.

Alessandra Ambrosio

Hin brasilíska Ambrosio er ein af englum Victoria's Secret. Hún lætur sig velferðarmál miklu varða og hefur látið að sér kveða í tengslum við kynningar og fræðslu á MS-sjúkdómnum.

Karolina Kurkova

Kurkova er frá Tékklandi og hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum. Hún var áður ein af englum Victoria's Secret.

Miranda Kerr

Hins ástralska Kerr byrjaði að vinna sem fyrirsæta þegar hún var 13 ára gömul. Hún er nú gift leikaranum Orlando Bloom.

Candice Swanepoel

Swanepoel er frá Suður-Afríku og er nýtt andlit undirfatalínu Victoria's Secret. Auk þess situr hún reglulega fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Nike, Diesel og Guess.

Adriana Lima.
Adriana Lima. LUCAS JACKSON
Gisele Bundchen.
Gisele Bundchen. mbl.is/Hope
Elle Macpherson á Golden Globe verðlaununum sem haldin voru í …
Elle Macpherson á Golden Globe verðlaununum sem haldin voru í janúar. MARIO ANZUONI
Rebecca Romjin.
Rebecca Romjin.
Laetitia Casta.
Laetitia Casta. MARIO ANZUONI
Cindy Crawford.
Cindy Crawford. ALESSANDRO BIANCHI
Christy Turlington.
Christy Turlington. JASON REDMOND
Linda Evangelista í hönnun Karls fyrir Chanel.
Linda Evangelista í hönnun Karls fyrir Chanel. AP
Linda Evangelista.
Linda Evangelista. mbl.is/Cover
Kate Moss.
Kate Moss. BENOIT TESSIER
Kate Moss.
Kate Moss. LUKE MACGREGOR
Naomi Campbell er flott á sýningarpallinum
Naomi Campbell er flott á sýningarpallinum Reuters
Karen Mulder.
Karen Mulder.
Heidi Klum.
Heidi Klum. DANNY MOLOSHOK
Heidi Klum.
Heidi Klum. Reuters
Fyrirsætan Heidi Klum á nærhaldinu.
Fyrirsætan Heidi Klum á nærhaldinu. Reuters
Fyrirsætan Heidi Klum
Fyrirsætan Heidi Klum
Tyra Banks.
Tyra Banks. GUS RUELAS
Tyra Banks
Tyra Banks Reuters
Tyra Banks.
Tyra Banks. AP
Gisele Bundchen.
Gisele Bundchen. SHANNON STAPLETON
Adriana Lima finnst ófullkomleiki vera kynþokkafullt.
Adriana Lima finnst ófullkomleiki vera kynþokkafullt. mbl.is/Cover Media
Alessandra Ambrosio.
Alessandra Ambrosio. LUCAS JACKSON
Alessandra Ambrosio og Adriana Lima.
Alessandra Ambrosio og Adriana Lima. LUCAS JACKSON
Alessandra Ambrosio.
Alessandra Ambrosio. LUCAS JACKSON
Karolina Kurkova.
Karolina Kurkova. LUCAS JACKSON
Karolina Kurkova.
Karolina Kurkova. AP
Miranda Kerr.
Miranda Kerr. LUCAS JACKSON
Candice Swanepoel.
Candice Swanepoel. LUCAS JACKSON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál