Þórdís lýtalæknir rýnir í lýtaaðgerðir Zellweger

Leikkonan Renee Zellweger hefur látið breyta sér mikið.
Leikkonan Renee Zellweger hefur látið breyta sér mikið. AFP

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segir að það fari ekki á milli mála að leikkonan Renee Zellweger hafi farið í nokkrar lýtaaðgerðir. Þegar ég talaði við Þórdísi í dag sagði hún að Zellweger væri búin að missa þennan fallega augnsvip sem einkenndi hana.

„Hún er búin að missa þennan kisulega augnsvip sem einkenndi hana og gerði hana svo viðkunnanlega. Þess í stað er komin gullfalleg kona, en hún er allt önnur en hún var,“ segir Þórdís.

Þegar hún er spurð að því hvað Zellweger hafi látið gera við sig telur hún upp ótal margt.

„Hún er klárlega búin að láta laga á sér augnlokin, bæði efri og neðri augnlokin, og búin að fara í andlitslyftingu. Svo hefur hún annaðhvort farið í laser í andlitinu eða í einhverskonar húðslípun því húðin á henni er rennislétt. Mér sýnist hún líka vera búin að fara í nefaðgerð en þetta er allt mjög vel gert og eðlilegt. Hún er þó ekki með fyllingu í kinnunum en það sést á hálsinum á henni að hún hefur farið í andlitslyftingu. Þessar aðgerðir yngja hana töluvert upp, hún lítur út fyrir að vera um þrítugt,“ segir Þórdís. Þess má geta að leikkona er fædd 1969 og er því 45 ára.

Þegar ég spyr Þórdísi hvað henni finnist um lýtaaðgerðir Zellweger segir hún að þær séu fantavel gerðar en á sama tíma finnst henni aðgerðirnar vera dálítil synd.

„Mér persónulega finnst þetta pínulítil synd og ég ætla að vona að hún sjái ekki eftir þessu. Hún er falleg en hún er ekki Renee Zellweger lengur. Kannski er hún að reyna að fá önnur hlutverk en hún er ekki eins einstök og hún var. Í dag finnst mér hún eins og allar hinar leikkonurnar. Mér finnst hún til dæmis vera orðin mjög lík Nicole Kidman.“

Starfs síns vegna er Þórdís alls ekki á móti lýtaaðgerðum og skilur vel þrá kvenna að vilja líta út fyrir að vera yngri en þær eru. Hún segir að það skipti miklu máli að lýtaaðgerðirnar séu vel gerðar svo konur verði ekki eins og Nicole Kidman í myndinni Australia, þar sem aðeins of mikið var fyllt í varir leikkonunnar. Hún ítrekar að konur þurfi að stíga varlega til jarðar þegar lýtaaðgerðir séu annars vegar. Aðspurð hvort íslenskar konur séu svolítið í því að taka Zellweger á þetta og taki allan pakkann segist hún alveg þekkja dæmi um það.

„Það er hægt að framkvæma þetta allt á Íslandi og það er töluvert um það að konur fari í laseraðgerðir eða í húðslípun. Vandamálið við þær aðgerðir er að konur eru yfirleitt töluvert lengi að jafna sig á eftir. Með húðslípun eða laseraðgerð er ysta lagi húðarinnar eytt og eftir því sem farið er dýpra næst betri árangur. Því dýpra sem farið er því lengur eru konur að jafna sig,“ segir Þórdís. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári
Leikkonan Renee Zellweger er ólík sjálfri sér.
Leikkonan Renee Zellweger er ólík sjálfri sér. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál