Svona á að hylja dökku baugana

Amanda Ensing er afar vinsæl á YouTube enda gerir hún …
Amanda Ensing er afar vinsæl á YouTube enda gerir hún gagnleg myndbönd. Youtube

YouTube-stjarnan Amanda Ensing kennir áhorfendum að hylja dökku baugana í meðfylgjandi myndbandi. Lykillinn er að finna vörur sem henta þínu litarhafti.

Augnkrem er númer eitt, tvö og þrjú. Hyljarinn endist lengur á húðinni þegar augnkrem er notað undir að sögn Ensing. Það lýsir upp svæðið, mýkir og dregur úr bólgum.

Ensing segir algengt að fólk bregði á það ráð að kaupa ljósasta hyljarann sem það finnur og klína honum á baugana. Það gengur ekki. Best er að kaupa „corrector“ sem leiðréttir bláa litinn sem leynist gjarnan á augnsvæðinu. Hún mælir sérstaklega með laxableika „corrector-inum“ frá Bobbi Brown.

Næsta skref er hyljarinn. Ensing elskar nokkra hyljara t.d. frá Maybelline, NYX, NARS og Urban Decay. Galdurinn er svo að setja hyljara undir augun og alla leið niður á kinnina og upp á kinnbein, þannig lýsist stórt svæði upp, ekki bara lítið svæði unir auganu.

Ensing notar bursta til að bera vörurnar á, því næst blandar hún öllu út í húðina með rökum Beautyblender-svamp eða stærri bursta. Punkturinn yfir i-ið er púður sem festir allt á sínum stað.

Nars-hyljarinn er í uppáhaldi hjá Amöndu.
Nars-hyljarinn er í uppáhaldi hjá Amöndu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál