Banaslys í Dakar-rallinu

Keppendur í mótorhjólaflokki í Dakar-rallinu.
Keppendur í mótorhjólaflokki í Dakar-rallinu. Reuters

Banaslys varð í Dakar-rallinu í dag þegar Elmer Symons frá Suður-Afríku lenti í árekstri á mótorhjóli sínu á fjórðu dagleið keppninnar milli Rachidia og Ouarzazate í Marokkó. Sjúkraþyrla var send á staðinn en Symons var síðar úrskurðaður látinn.

Spánverjinn Marc Coma var fljótastur í flokki mótorhjóla í dag en hann vann einnig þriðju dagleiðina í gær. Coma, sem tók forustuna í flokknum, var rúmum 12 mínútum á undan næsta manni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka