Þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri var ekin á
Blönduósi í gær og lauk keppninni í flokki sérútbúinna bíla
með sigri Jóns Ingileifssonar. Jón þótti sýna frábæran akstur en þetta
var fjórða keppnin sem Jón tekur þátt í.
Segja má um Jón að þar falli eplið ekki langt frá eikinni því hann er bróðursonur eins þekktasta torfæruökumanns Íslendinga, Gísla Gunnars Jónssonar frá Þorlákshöfn.
Í flokki breyttra götubíla sigraði Hafsteinn Þorvaldsson en Hafsteinn
var einnig að kepppa í sinni fjórðu keppni. Steingrímur Bjarnason sigraði í götubílaflokki.