Átta marka jafntefli í Kópavogi

Símun Samuelsen og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eigast við í leiknum …
Símun Samuelsen og Arnór Sveinn Aðalsteinsson eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Breiðablik og Keflavík gerðu jafntefli, 4:4, í bráðfjögugum leik í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld á Kópavogsvelli, þar sem bæði lið náðu tveggja marka forskoti en misstu það niður.

Haukur Ingi Guðnason og Magnús S. Þorsteinsson komu Keflavík í 2:0 á fyrstu 16 mínútunum. Alfreð Finnbogason og Kristinn Steindórsson jöfnuðu metin fyrir Blika, 2:2, og Haukur Baldvinsson kom þeim í 4:2 með tveimur mörkum með mínútu millibili. Magnús Þ. Matthíasson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson náðu síðan að svara fyrir Keflavík og jöfnuðu metin, 4:4.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Árni Kristinn Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Haukur Baldvinsson, Alfreð Finnbogason, Guðmann Þórisson, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Varamenn: Evan Schwartz, Hrafn Ingason, Elfar Freyr Helgason, Arnar Sigurðsson, Guðjón Gunnarsson, Arnór Már Smárason, Sigmar Ingi Sigurðarson (M).

Byrjunarlið Keflavíkur: Lasse Jörgensen - Alen Sutej, Guðjón Árni Antoníusson, Haukur Ingi Guðnason, Símun Eiler Samuelsen, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Hörður Sveinsson.
Varamenn: Tómas Karl Kjartansson, Nicolai Jörgensen, Árni Freyr Ásgeirsson (M), Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þórir Matthíasson, Magnús Þór Gunnarsson, Stefán Örn Arnarson. 

Breiðablik 4:4 Keflavík opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert