Stjarnan vann Fylki 2:1 í leik þar sem nóg var um að vera. Markvörður Stjörnunnar fékk rautt spjald snemma leiks en Stjarnan náði samt að bæta við marki og halda fengnum hlut til loka.
Steinþór Þorsteinsson kom Stjörnunni yfir strax á 4. mínútu. Eftir 10 mínútna leik var Kjartani Ólafssyni, nýjum markverði Stjörnunnar, vísað af velli og dæmd vítaspyrna sem Valur Fannar Gíslason jafnaði úr, 1:1. Tíu Stjörnumenn knúðu fram sigur og Björn Pálsson skoraði sigurmarkið á 34. mínútu.
Byrjunarlið Stjörnunnar: Kjartan Ólafsson - Guðni Rúnar Helgason, Tryggvi Bjarnason, Daníel Laxdal, Hafseinn Runar Helgason - Jóhann Laxdal, Björn Pálsson, Steinþór Þorsteinsson, Birgir Hrafn Birgisson, Halldór Orri Björnsson - Þorvaldur Árnason.
Varamenn: Andri Sigurjónsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Rögnvaldur Már Helgason, Arnar Már Björgvinsson, Heiðar Atli Emilsson, Baldvin Sturluson, Davíð Guðjónsson.
Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Kristján Valdimarsson, Einar Pétursson, Tómas Þorsteinsson - Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Halldór Arnar Hilmisson - Ingimundur Níels Óskarsson, Pape Mamadou Faye, Kjartan Ágúst Breiðdal.
Varamenn: Daníel Karlsson, Theódór Óskarsson, Ólafur Ingi Stígsson, Þórir Hannesson, Albert Brynjar Ingason, Kjartan Andri Baldvinsson, Felix Hjálmarsson.