Stjarnan tók Val í bakaríið

Stjarnan hefur ósjaldan horft á eftir boltanum enda í marki …
Stjarnan hefur ósjaldan horft á eftir boltanum enda í marki andstæðinganna í sumar. mbl.is/Golli

Stjarnan átti enn einn stjörnuleikinn í Pepsideild karla í knattspyrnu þegar liðið vann Val í 9. umferð í Garðabænum í kvöld, 3:0. Þeir eru því áfram í 2. sæti deildarinnar, nú með 19 stig, en Valur er áfram í 3. sæti með 16 stig.

 Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu og Arnar Már Björgvinsson bætti um betur á 42. mínútu. Ellert Hreinsson gerði síðan þriðja mark Stjörnunnar á 59. mínútu, en Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum og hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson - Hafsteinn Rúnar Helgason, Daníel Laxdal, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Guðni Rúnar Helgason, - Arnar Már Björgvinsson, Birgir Hrafn Birgisson, Björn Pálsson, Halldór Orri Björnsson, Ellert Hreinsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson.

Varamenn: Kjartan Ólafsson, MAgnús Björgvinsson, Andri Sigurjónsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Jóhann Laxdal, Richard Hurlin, Baldvin Sturluson.

Lið Vals: Haraldur Björnsson, - Guðmundur Viðar Mete, Reynir Leósson, Atli Sveinn Þórarinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson,- Ólafur Páll Snorrason, Baldur Bett, Ian Jeffs, Pétur Georg Markan, - Helgi Sigurðsson, Marel Jóhann Baldvinsson.

Varamenn: Kjartan Sturluson, Steinþór Gíslason, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Einar Marteinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Viktor Unnar Illugason.
Staðan í Pepsideild karla.
Staðan í Pepsideild karla.
Stjarnan 3:0 Valur opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert