Ólafur: Dómarinn eyðilagði leikinn

Ólafur Þórðarson er þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson er þjálfari Fylkis. mbl.is/Eggert

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis skóf ekki utan af hlutunum, frekar en venjulega þegar hann tjáði sig um 2:0 tap fyrir Fram í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld en tveir leikmenn og Ólafur sjálfur fengu rautt spjald. „Dómarinn eyðilagði þennan leik fyrir okkur, það er ósköp einfalt mál.“

Ólafur hafði nokkuð til síns máls.  „Leikurinn var varla byrjaði þegar hann spjaldar hjá mér mann fyrir að fá boltann óvart í hendina á meðan hann sleppir vítaspyrnu rétt á eftir þegar boltinn fer greinilega í höndina á
Framara og rétt á eftir horfir línuvörðurinn á þegar Framari tekur boltann með höndum en gerir ekki neitt, bara af því boltinn er að fara útaf í innkast. Hinu meginn á vellinum er svo minn maður rekinn útaf fyrir olnbogaskot, sem Almarr Ormarsson fiskar á hann. Dómarinn á bara að skammast sín,“ bætti Ólafur við.  Spurður hvort góð frammistaða sinna manna gæti hresst uppá gengi liðsins svaraði hann:  „Hvað við gerum í næsta leik, það kemur í ljós.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka