Kristinn skoraði bæði í sigri Blika

Magnús Þórir Matthíasson úr Keflavík og Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki.
Magnús Þórir Matthíasson úr Keflavík og Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki. mbl.is/Steinn Vignir

Breiðablik og Keflavík mætust í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Kópavogsvelli og höfðu heimamenn sigur 2:1. Það var Kristinn Steindórsson sem skoraði bæði mörk Blika en Hilmar Geir Eiðsson mark Keflavíkur. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en góður fótbolti í fyrri hálfleik fékk að víkja fyrir baráttu og ekki svo fallegum fótbolta í síðari hálfleik. 

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Jökull Elísabetarson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Dylan Jacob MacAllister.
Varamenn: Vignir Jóhannesson (m), Höskuldur Gunnlaugsson, Sverrir Ingi Ingason, Arnar Már Björgvinsson, Árni Vilhjálmsson, Marko Pavlov, Andri Rafn Yeoman.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Adam Larsson, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Goran Jovanovski, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hilmar Geir Eiðsson, Brynjar Örn Guðmundsson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson (m), Bojan Stefán Ljubicic, Arnór Ingvi Traustason, Ásgrímur Rúnarsson, Magnús Þór Magnússon, Viktor Smári Hafsteinsson, Frans Elvarsson.

Breiðablik 2:1 Keflavík opna loka
90. mín. Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) fær gult spjald fyrir brot á miðjum vellinum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka