Fram vann 2:1 sigur á Víkingi R. í lokaumferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í dag og tryggði sér þar með endanlega áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu. Fram hafnaði í 9. sæti með 24 stig en Víkingar, sem voru þegar fallnir, enduðu með 15 stig í botnsætinu.
Steven Lennon kom Fram yfir snemma leiks en Björgólfur Takefusa jafnaði metin seint í fyrri hálfleik. Það var svo Arnar Gunnlaugsson sem skoraði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik úr vítaspyrnu en hann hafði klúðrað víti í fyrri hálfleiknum.
Lið Fram: Ögmundur Kristinsson - Almarr Ormarsson, Hlynur Atli Magnússon, Alan Lowing, Samuel Tillen, Kristinn Ingi Halldórsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Halldór Hermann Jónsson, Samuel Hewson, Arnar Gunnlaugsson, Steven Lennon.
Varamenn: Denis Cardaklija, Kristján Hauksson, Daði Guðmundsson, Hjálmar Þórarinsson, Andri Júlíusson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Orri Ólafsson.
Lið Víkings: Magnús Þormar - Kristinn Jens Bjartmarsson, Gunnar Einarsson, Mark Rutgers, Sigurður Egill Lárusson, Magnús Páll Gunnarsson, Kristinn J. Magnússon, Aron Elís Þrándarson, Baldur I. Aðalsteinsson, Hörður S. Bjarnason, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Skúli Sigurðsson, Halldór Smári Sigurðsson, Helgi Sigurðsson, Walter Hjaltested, Hjalti Már Hauksson, Viktor Jónsson, Róbert Rúnar Jack.