Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnumönnum fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í ár þegar Garðbæingar sóttu Keflvíkinga heim. Halldór skoraði sigurmarkið, 1:0, úr vítaspyrnu snemma leiks sem var dæmd á Ómar Jóhannsson markvörð Keflavíkur. Stjörnumenn hafa þar með 5 stig eftir þrjá leiki en Keflvíkingar, sem töpuðu sínum fyrsta leik, eru með 4 stig.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Grétar Atli Grétarsson, Gregor Mohar, Haraldur Freyr Guðmundsson, Jóhann R. Benediktsson - Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson, Arnór Ingvi Traustason, Jóhann B. Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Hilmar Geir Eiðsson.
Varamenn: Viktor Smári Hafsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús S. Þorsteinsson, Bergsteinn Magnússon (M), Magnús Þór Magnússon, Sigurbergur Elísson, Denis Selimovic.
Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson - Jóhann Laxdal, Alexander Scholz, Snorri Páll Blöndal, Hilmar Þór Hilmarsson, Mads Laudrup, Baldvin Sturluson, Atli Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Kennie Chopart, Garðar Jóhannsson.
Varamenn: Arnar Darri Pétursson (M), Tryggvi Bjarnason, Hörður Árnason, Aron Rúnarsson Heiðdal, Sindri Már Sigurþórsson, Gunnar Örn Jónsson, Darri Steinn Konráðsson.