FH ekki í vandræðum með Breiðablik

Bjarki Gunnlaugsson og Jökull Elísarbetarson í baráttunni í Krikanum í …
Bjarki Gunnlaugsson og Jökull Elísarbetarson í baráttunni í Krikanum í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

FH vann auðveldan sigur á Breiðabliki, 3:0, í 4. umferð Pepsi-deildarinnar og er nú búið að vinna þrjá leiki í röð.

Fyrir leikinn höfðu FH-ingar aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sínum en Blikar ekki nema eitt mark. Stíflan brast loks hjá FH í kvöld en það sama verður ekki sagt um Breiðablik.

Björn Daníel Sverrisson kom FH yfir með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu en hún var dæmd þegar boltinn fór í hönd Sverris Inga Ingasonar inn teig Breiðabliks. Björn sendi Sigmar í rangt horn og þannig stóð í hálfleik, 1:0.

Í seinni hálfleik fóru FH-ingar gjörsamlega á kostum og sóttu stanslaust. Það skilaði tveimur mörkum frá Ólafi Páli Snorrasyni á 54. og 58. mínútu en Atli Guðnason lagði bæði mörkin upp.

Fleiri hefðu mörkin svo sannarlega getað verið hjá FH en Sigmar Ingi sá til þess að tölurnar urðu ekki ljótari fyrir Blikana. Elfar Árni Aðalsteinsson komst næst því að skora fyrir Breiðablik þegar hann skallaði í slána. Lokatölur, 3:0.

FH var að vinna sinn þriðja sigur í röð og er komið með tíu stig í deildinni en Blikar eru áfram með fjögur stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. 

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl kom inn á mbl.is seinna í kvöld.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Guðjón Árni Antoníusson, Guðmann Þórisson, Freyr Bjarnason, Viktor Örn Guðmundsson, Pétur Viðarsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Björn Daníel Sverrisson, Ólafur Páll Snorrason, Atli  Guðnason, Atli Viðar Björnsson.
Varamenn:
Róbert Örn Óskarsson (M), Danny Justin Thomas, Emil Pálsson, Albert Brynjar Ingason, Jón Ragnar Jónsson, Hafþór Þrastarson, Hólmar  Örn Rúnarsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson (M), Þórður Steinar Hreiðarsson, Renee Troost, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson, Haukur Baldvinsson, Jökull I. Elísabetarson, Finnur Orri  Margeirsson, Tómas Óli Garðarsson, Petar Rnkovic, Elfar Árni Aðalsteinsson. 
Varamenn:
Ingvar Þór Kale (M), Sindri Snær Magnússon, Rafn  Andri Haraldsson, Arnar Már Björgvinsson, Árni Vilhjálmsson, Guðmundur Pétursson, Stefán Þór Pálsson.

FH 3:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Emil Pálsson (FH) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert