Skiptur hlutur á Fylkisvelli

Blikinn Sverrir Ingi Ingason í slag við tvo Fylkismenn.
Blikinn Sverrir Ingi Ingason í slag við tvo Fylkismenn. mbl.is/Golli

Fylkir og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, í 9. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Árbæjarvelli eftir markalausan fyrri hálfleik.

Eftir daufan fyrri hálfleik kom Petar Rnkovic Breiðabliki yfir með marki á 55. mínútu. Fylkismenn náðu að jafna metin, 1:1, þegar Jóhann Þórhallsson skoraði á 82. mínútu fimm mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Jóhann nýtti sér mistök sem Sigmar Ingi Sigurðsson, markvörður Breiðabliks, gerði þegar hann hélt ekki boltanum eftir langskot að markinu. Bæði lið reyndu að tryggja sér sigurinn á lokakaflanum en allt kom fyrir ekki.

Fylgst varð með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

 Smellið hér.

Lið Fylkis: Bjarni Þórður Halldórsson (m)(f) - Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Finnur Ólafsson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Árni Freyr Guðnason, Björgólfur Takefusa, Kjartan Ágúst Breiðdal, Magnús Þórir Matthíasson, Oddur Ingi Guðmundsson, David Elbert, Andri Þór Jónsson.
Varamenn: Ingimundur Níels Óskarsson, Jóhann Þórhallsson, Tómas Þorsteinsson, Ásgeir Örn Arnþórsson, Elís Rafn Björnsson, Emil Ásmundsson, Kristján Finnbogason (m).

Lið Breiðabliks: Sigmar Ingi Sigurðarson (m) - Gísli Páll Helgason, Finnur Orri Margeirsson (f), Rene Gerard Jaap Troost, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson,  Tómas Óli Garðarsson, Petar Rnkovic, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson (m), Sindri Snær Magnússon, Elfar Árni Aðalsteinsson, Jökull I. Elísabetarson, Arnar Már Björgvinsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Árni Vilhjálmsson.

Fylkir - Breiðablik, leikskýrslan.

Fylkir 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Fylkismenn í vænlegri sókn en Jóhann fer illa að ráði sínu þegar hann tekur alltof langan tíma með boltann og varnarmenn Blika ná að verjast.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert