Ólafur: Hafði litlar áhyggjur

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kampakátur eftir ótrúlegan sigur sinna manna, 4:3, gegn Val í kvöld eftir að hafa lent undir, 3:1, og vera manni færri.

Blikar settu í þriggja manna varnarlínu og spiluðu með tvo frammi til að reyna fá eitthvað út úr leiknum og þeir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins.

Ólafur segist ekki hafa haft miklar áhyggjur því stemningin var með Blikum og vildu þeir frekar sækja sigurinn eftir að hafa náð að jafna en að halda í eitt stig.

Rætt er við Ólaf í myndbandinu hér að ofan.

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert