Doumbia í þriggja leikja bann

Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia. mbl.is/Styrmir Kári

Kassim Doumbia, miðvörður FH-inga, var í dag úrskurðaður í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eftir að hafa verið rekinn af velli í leik FH og Breiðabliks í Pepsi-deild karla í gærkvöld.

Doumbia fékk þá rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks, eftir að hafa fengið það gula tvívegis. Hann brást illa við og fyrir þau viðbrögð fær hann tvo leiki aukalega í bann. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki með FH í leikjum gegn Fylki, KR og ÍBV.

Tryggvi Bjarnason úr Fram, Gunnar Valur Gunnarsson úr Fjölni og Ingi Freyr Hilmarsson úr Þór fengu báðir eins leiks bann og verða ekki með í næstu leikjum liða sinna í deildinni.

Þá  fengu Valskonurnar Hildur Antonsdóttir og Mist Edvardsdóttir og Erna Guðjónsdóttir úr Selfossi allar eins leiks bann.

Páll fékk tveggja leikja bann

Páll Kristjánsson, annar þjálfara 1. deildarliðs KV, var úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir mótmæli í lok leiks liðsins við HK síðasta föstudag. Halldór Árnason, hinn þjálfari KV, fékk eins leiks bann.

Leikmenn úr 1. deild karla sem fengu eins leiks bann eru Hafsteinn Rúnar Helgason úr BÍ/Bolungarvík, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson úr Haukum, Hörður Magnússon úr HK, Hallgrímur Mar Steingrímsson úr KA, Gunnar Kristjánsson úr KV, Kristján Páll Jónsson úr Leikni R., Einar Ottó Antonsson úr Selfossi, Brynjar Kristmundsson úr Víkingi Ó. og Alexander Veigar Þórarinsson úr Þrótti R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert