„Eigum harma að hefna“

Harpa Þorsteinsdóttir hefur skorað 16 mörk í Pepsi-deildinni það sem …
Harpa Þorsteinsdóttir hefur skorað 16 mörk í Pepsi-deildinni það sem af er sumri. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Tvö efstu lið Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu eigast við á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar taka á móti bikarmeisturum Breiðabliks í 10. umferð deildarinnar.

Stjarnan er á toppnum með 24 stig en Breiðablik er í 2. sæti með 19 stig og getur hleypt upp toppbaráttunni með sigri í kvöld. Stjarnan er ósigruð í síðustu átta deildarleikjum, eina tap Stjörnunnar í sumar kom gegn Breiðabliki í 1. umferð.

„Við erum náttúrlega mjög ánægðar með að hafa unnið síðustu átta leiki en eigum harma að hefna í þessum leik gegn Breiðabliki. Við einbeitum okkur alltaf bara að næsta leik og næstu þremur stigum sem eru í boði og því er öll einbeiting á deildarleikinn gegn Blikum,“ sagði Harpa þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær, eftir að hún hafði verið útnefnd besti leikmaður fyrri hluta Pepsi-deildarinnar.

Nánar er rætt við Hörpu um leik Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert