Ekki tapa þér

Af yngri flokka móti í knattspyrnu. Foreldrar og áhorfendur eru …
Af yngri flokka móti í knattspyrnu. Foreldrar og áhorfendur eru hvattir til þess af KSÍ að sýna leiknum, leikmönnum og dómurum virðingu. mbl.is/Golli

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fengið styrk frá Alþjóða-knattspyrnusambandinu, FIFA, til samfélagsverkefnis sem ber íslenska heitið „Ekki tapa þér.“ Á átakinu eru foreldrar sérstaklega hvattir til þess að nálgast leikinn, leikmenn og dómara af virðingu, en skilaboðunum er þó líka beint til annarra áhorfenda í knattleikjum.

„Margir dómarar hafa farið í gegnum fræðslukerfi okkar og útskrifast sem unglingadómarar á síðustu árum, sumir hafa hætt í dómgæslu eftir stuttan tíma þar sem þeir hafa lent í aðstæðum sem eru fólki almennt ekki boðlegar,“ sagði Þórir Hákonar, framkvæmdastjóri KSÍ, á sérstökum kynningarfundi í hádeginu þar sem átakið var kynnt.

Sérstakar sjónvarpsauglýsingar hafa verið gerðar sem fara í spilun í kvöld og þá má einnig nálgast upplýsingar og efni á vefsíðunni ekkitapa.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert