Glenn framlengir við ÍBV - Nylén lánaður

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari, Jonathan Glenn, Óskar Örn Ólafsson formaður …
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari, Jonathan Glenn, Óskar Örn Ólafsson formaður og Hjálmar Jónsson framkvæmdarstjóri við undirskriftina í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Það er stór dagur í dag,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV í samtali við mbl.is, en það var nóg að gera í herbúðum Eyjamanna í dag.

Eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag hefur Þórarinn Ingi Valdimarsson snúið aftur úr láni frá Sarpsborg, þar sem hann hefur leikið í hálft annað ár. Hann fær leikheimild frá og með morgundeginum, en tveir leikmenn skrifuðu einnig undir samning við Eyjamenn í dag.

Framherjinn Jonathan Glenn hefur framlengt samning sinn við liðið út næsta tímabil, en hann hefur farið á kostum með liði ÍBV í sumar. Fyrri samningur hans átti að renna út að þessu tímabili loknu.

Þá hefur ÍBV fengið framherjann Isak Nylén lánaðan til loka tímabilsins frá  Brommapojkarna í Svíþjóð, en hann er 19 ára og kom fyrst á reynslu til félagsins undir lok júnímánaðar. 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari, Isak Nylén, Óskar Örn Ólafsson formaður …
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari, Isak Nylén, Óskar Örn Ólafsson formaður og Hjálmar Jónsson framkvæmdarstjóri við undirskriftina. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert